Rauða borðið

Áramót á rauðu ljósi II

Episode Summary

Við Rauða borðið er rætt um tímamót milli jóla og nýárs. Það er allt undir: Hver erum við, hvaðan komum við, hvert förum við? Hvað kom fyrir okkur, munum við jafn okkur, læra eitthvað, skána eða versna? Og hvað er fram undan? Meira af því sama eða algjör umpólun og straumhvörf, eitthvað nýtt og fallegt eða bara eitthvað grátt og gamalt.

Episode Notes

Við Rauða borðið er rætt um tímamót milli jóla og nýárs eins og er til siðs; í kvöld verður annar þátturinn af þremur. Það er allt undir: Hver erum við, hvaðan komum við, hvert förum við? Hvað kom fyrir okkur, munum við jafn okkur, læra eitthvað, skána eða versna? Og hvað er fram undan? Meira af því sama eða algjör umpólun og straumhvörf, eitthvað nýtt og fallegt eða bara eitthvað grátt og gamalt. 

Til að ræða þetta á miðvikudagskvöldoi koma að Rauða borðinu þau: Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur, Helga Vala Helgadóttir þingkona, Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar, Natasha Stolyarova þýðandi, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leikstjóri og uppistandari, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri og Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins.

Alþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!