Rauða borðið

Dýrtíðin

Episode Summary

Við ræðum verðbólguna við Rauða borðið í kvöld, vaxtahækkun Seðlabankans og afleiðingar hennar. Munu hærri stýrivextir slökkva á verðbólgunni? Eða valda fólki og fyrirtækjum skaða?

Episode Notes

Við ræðum verðbólguna við Rauða borðið í kvöld, vaxtahækkun Seðlabankans og afleiðingar hennar. Munu hærri stýrivextir slökkva á verðbólgunni? Eða valda fólki og fyrirtækjum skaða? Hvaðan kemur þessi verðbólgu og hvenær mun hún hverfa. Erum við að sigla inn í langt verðbólgutímabil, jafnvel samhliða efnahagslegum samdrætti í heiminum. Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þau Róbert Farestveit hagfræðingur Alþýðusambandsins, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB, Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM og Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðastofnunar.

Alþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn