Rauða borðið

Eftir bankasöluna

Episode Summary

Við ræðum stjórnmálaástandið eftir bankasöluna og fyrir sveitarstjórnarkosningar í kvöld við Rauða borðið. Hver er staðan á flokkunum og forystufólkinu? Hver eru málefnin sem fólk er að taka afstöðu til þegar það verður haldinn einskonar aðalfundur í félögunum okkar á laugardaginn? Um hvað verður kosið?

Episode Notes

Við ræðum stjórnmálaástandið eftir bankasöluna og fyrir sveitarstjórnarkosningar í kvöld við Rauða borðið. Hver er staðan á flokkunum og forystufólkinu? Hver eru málefnin sem fólk er að taka afstöðu til þegar það verður haldinn einskonar aðalfundur í félögunum okkar á laugardaginn? Um hvað verður kosið?

Til að spá og spekúlera um þetta mæta að Rauða borðinu þau Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri Fréttablaðsins, Snorri Másson fréttamaður á Stöð 2 og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrum blaða- og þingkona.

Alþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn