Rauða borðið

ESB eftir stríðið

Episode Summary

Það verður rætt um ESB við Rauða Borðið í kvöld, ekki síst áhrif stríðsins í Úkraínu á sambandið og niðurstöðu leiðtogafundarins í dag.

Episode Notes

Það verður rætt um ESB við Rauða Borðið í kvöld, ekki síst áhrif stríðsins í Úkraínu á sambandið og niðurstöðu leiðtogafundarins í dag. Við ræðum samstöðu innan ESB, hvað verði um átök milli norður og suðurs, austurs og vestur, hver verði samskiptin við Rússland, Tyrkland, viðbragðsher, vægi Bandaríkjanna í Evrópu, framtíð ESB og svo tengingu Íslands inn í bandalagið.  

Til að ræða þessi mál koma þingkonurnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Kristrún Frostadóttir, Þorfinnur Ómarsson upplýsingastjóri EFTA í Brussel, Auðunn Arnórsson blaðamaður og stundakennari og Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent á Bifröst.

Alþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!