Rauða borðið

Fimmtudagur 4. september - Fjárhagslegt ofbeldi, Alzheimer, Neytendur, Flokkur fólksins, Tónlist

Episode Summary

Fimmtudagur 4. september Fjárhagslegt ofbeldi, Alzheimer, Neytendur, Flokkur fólksins, Tónlist Sæunn Marínósdóttir, þolandi fjárhagslegs ofbeldis af hendi fyrrum maka segir sögu sína og hvernig kerfið býður uppá og hjálpar beinlínis gerendum ofbeldis. María Lilja ræðir við hana. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við Kristínu Kristófersdóttur um alzheimer. Hún er eiginkona manns með sjúkdóminn sem greindist 52ja ára gamall. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum ræðir gríðarháa stjórnvaldssekt á norskum matvörumarkaði, færslugjöld, rétt sundlaugargesta til bóta ef viðhald kallar á lokun sundlauga, ofurvexti og fleira í Neytendahorninu með Birni Þorláks. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, ræðir stöðu eigin flokks og þingveturinn fram undan. Stefnir í átakatímabil? Björn Þorláks ræðir við Sigurjón. Björn Þorláksson ræðir við Tryggva M Baldvinsson tónskáld um tónsköpun, listina og lífið.