Rauða borðið

Föstudagsþátturinn 27. nóvember

Episode Summary

27. Nóvember 2020 Í kvöld koma í kolsvartan föstudagsþátt Rauða borðsins þau Benedikt Erlingsson leikstjóri, Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur, Birgir Þórarinsson aka Biggi veira í Gusgus, Ísold Uggadóttir leikstjóri og Mikael Torfason rithöfundur. Síðast fór þátturinn um víðan völl, allt frá elítuklúbb hinna ríku og frægu í Austurstræti upp í bensínstöð N1 við Borgarfjarðarbrúnna. Og umræðan í föstudagsþáttum Rauða borðsins er hávær og djúp, glaðvær og ágeng, skörp og kærulaus allt í senn.