Rauða borðið

Hagfræði kleinuhringsins

Episode Summary

Næstu þriðjudagskvöld munum við ræða kvennhagfræðinga sem hafa haft mikil áhrif á hugmyndir um hagfræði, efnahagsmál, ríkisfjármál og markaði. Við byrjum á Kate Raworth og kleinuhringshagfræði hennar, þar sem leitað er jafnvægis milli sókn mannsins eftir lífsgæðum og marka jarðar og umhverfis.

Episode Notes

Næstu þriðjudagskvöld munum við ræða kvennhagfræðinga sem hafa haft mikil áhrif á hugmyndir um hagfræði, efnahagsmál, ríkisfjármál og markaði: Kate Raworth, Stephanie Kelton og Mariana Mazzucato. Við byrjum á Kate Raworth og kleinuhringshagfræði hennar, þar sem leitað er jafnvægis milli sókn mannsins eftir lífsgæðum og marka  jarðar og umhverfis. Til að ræða þetta koma hagfræðingarnir Ólafur Margeirsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Daði Már Kristófersson, Steinunn Bragadóttir og Ásgeir Brynjar Torfason, auk Jóns Guðmundssonar plöntulíffræðingur og lektors við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

Alþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!