Rauða borðið

Heilbrigðiskerfið

Episode Summary

Að Rauða borðinu kemur starfsfólk úr heilbrigðiskerfinu og ræðir einmitt það kerfi. Er það gott, að versna eða batna. Og hvað er þá gott og hvað þarf að laga? Er vandinn peningar, stjórnun, rekstrarform, mannúð, völd, stefna eða hvað?

Episode Notes

Að Rauða borðinu kemur starfsfólk úr heilbrigðiskerfinu og ræðir einmitt það kerfi. Er það gott, að versna eða batna. Og hvað er þá gott og hvað þarf að laga? Er vandinn peningar, stjórnun, rekstrarform, mannúð, völd, stefna eða hvað?  

Til að ræða málin koma að Rauða borðinu læknarnir Árni Johnsen, Ragnar Freyr Ingvarsson, Súsanna Björg Ástvaldsdóttir og Theódór Skúli Sigurðsson; Unnur Berglind Friðriksdóttir ljósmóðir og formaður Ljósmæðrafélagsins og Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir krabbameinshjúkrunarfræðingur og aðjúnkt við hjúkrunarfræðideild háskólans.

Alþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!