Rauða borðið

Hinsegin barátta

Episode Summary

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við eina af stærri mannréttindabaráttu okkar tíma; baráttu samkynhneigðra, hinsegin og kynsegin fólks fyrir viðurkenningu og réttlæti. Hvaða sigrar hafa unnist og hver eru baráttumál dagsins og næstu ára?

Episode Notes

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við eina af stærri mannréttindabaráttu okkar tíma; baráttu samkynhneigðra, hinsegin og kynsegin fólks fyrir viðurkenningu og réttlæti. Hvaða sigrar hafa unnist og hver eru baráttumál dagsins og næstu ára? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þau Álfur Birkir Bjarnason nýkjörinn formaður Samtakanna 78, Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra samtakanna, Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólakennari og Matthías Matthíasson sálfræðingur, sem bæði hafa verið formenn samtakanna og Einar Þór Jónsson, þroskaþjálfi og framkvæmdastjóri HIV Ísland.

Alþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!