Rauða borðið

Landbúnaður framtíðar

Episode Summary

Við Rauða borðið í kvöld ræðum um landbúnað, ekki endilega landbúnað eins og hann hefur verið stundaður fram að þessu heldur miklu fremur hvernig landbúnaður verður á Íslandi í framtíðinni. Kórónafaraldurinn hefur dregið athygli að mikilvægi matvælaframleiðslu, kreppan að mikilvægi þess að búa til störf innanlands, loftslagsmálin að mikilvægi matvælaframleiðslu sem næst mörkuðum og fyrirsjáanleg lokun álvera að möguleikum á að nýta orku til að stóraukinna framleiðslu. Og svo er það svo að gömlu kerfin eru þung og þjóna kannski ekki neytendum, bændum eða nokkrum manni. Til að ræða landbúnað framtíðarinnar koma að Rauða borðinu Sveinn Margeirsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís; Eygló Björk Ólafsdóttir bóndi í Vallanesi og eigandi matvælafyrirtækisins Móðir Jörð; og Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri at Samtök smáframleiðenda matvæla - fyrir neytendur.