16. Nóvember 2020 Við Rauða borðið í kvöld kemur fólk sem á það sameiginlegt að hafa flutt út á land; Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sirkuskona og sagnfræðingur á Ólafsfirði; Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari á Seyðisfirði; William Óðinn Lefever, kennari, forstöðumaður félagsmiðstöðvar og sósuframleiðandi á Djúpavogi; Esther Ösp Valdimarsdóttir, mannfræðingur og tómstundafulltrúi á Hólmavík; og Oddný Anna Björnsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi og bóndi á Gautavík í Djúpavogi. Hver eru gildi og gæði smærri samfélaga? Hver eru ágallar þorpsins og hverjir eru ókostir stærri byggða? En kostirnir? Getum við byggt upp samfélag sem nær að fanga kosti smærri samfélaga og gæði stærri byggða? Er nægt tillit tekið til þorpsins í mótun opinberrar stefnu í atvinnumálum, heilbrigðis- og menntamálum? Er litið á smærri byggðir sem gallaðar byggðir, eitthvað sem ekki stenst samanburð við stóru byggðina fyrir sunnan? Um þetta og fleira þessu skylt verður fjallað við Rauða borðið í kvöld.