Rauða borðið

Mánudagur 25. ágúst- Blaðamannamorð, hávaxtastefnan, menntamál, Gunnar blaðasali og maraþon

Episode Summary

Mánudagur 25. ágúst Blaðamannamorð, hávaxtastefnan, menntamál, Gunnar blaðasali og maraþon Við hefjum leik á samtali Maríu Lilju við formann Blaðamannafélagsins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er slegin yfir þeim hörmungum sem blaðamenn á Gaza þurfa að þola. Hún segir löngu orðið ljóst að sannleikurinn sé orðinn að skotmarki Ísraelsmanna á Gaza. Halla Gunnarsdóttir formaður VR ræðir við Gunnar Smára um hávaxtastefnu Seðlabankans og niðurskurðarstefnu ríkisstjórnarinnar sem saman grafa undan lífskjörum almennings, einkum ungs fólks. Aukið áhyggjuefni í grunnskólum borgarinnar er hve nemendahópur er skiptur eftir hverfum. Þetta segir Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla. Hann ræðir ýmsar áskoranir menntamála og jöfnuð. Gunnar Gunnarsson var lengi kunnur blaðasali í borginni. Hann glímir við fötlun sem lýsir sér helst í því að hann á erfitt með að tjá sig og fólk á erfitt með að skilja hann. En á bak við þessa fötlun býr frjór hugur sem fylgist vel með og hefur skoðanir á mörgu. Gunnar Smári ræðir við nafna sinn. Mikið hefur verið rætt um ensku- og íslenskukunnáttu menntamálaráðherra undanfarið. Hvað er uppbyggilegt í þeirri umræðu og hvað gæti verið pólitísk atlaga - eða valdbeiting? Eiríkur Rögnvaldsson ræðir málin. Við endum þáttinn á því að heyra í þremur ungum hlaupurum sem þreyttu frumraun sína í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. Þeir eru Kári Hlíðberg, Kári Baldursson og Starkaður Björnsson.