Rauða borðið

Rauða borðið 1. des - Píratar, njósnarit, stjórnsýsla, innkaup og börn

Episode Summary

Mánudagur 1. desember Píratar, njósnarit, stjórnsýsla, innkaup og börn Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns er fyrsti formaðurinn sem píratar hafa valið sér. Hán ræðir áherslur, stefnu, hvað fór úrskeiðis fyrir síðustu þingkosningar og fordóma í samtali við Björn Þorláks. Gunnar Smári ræðir við Helen Ólafsdóttur öryggissérfræðing um njósnarit (spyware) sem gera stjórnvöldum, leyniþjónustum og einkafyrirtækjum mögulegt að fylgjast með öllum, einkum þeim sem viðkomandi skilgreina sem andstæðinga. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur svarar fyrir ásakanir sem Morgunblaðið setti fram á dögunum gagnvart henni sem aðalhöfundi skýrslu um embættismenn. Í samtali við Björn Þorláks ræðir hún efni skýrslunnar og hvers vegna við þurfum að ræða hana. Kaupgleði landans er hafin fyrir stórhátíðina fram undan og varðar miklu að nýta krónurnar sem best. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum gefur neytendum hollráð í samtali við Björn Þorláks. Vaka Evu og Eldarsdóttir er í öðrum bekk í Vesturbæjarskóla. Hún er í réttindaráði barna í skólanum og er einstaklega fróð um réttindi barna. María Lilja fékk hana í spjall til sín um framtíðina, barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og jólin.