Rauða borðið

Rauða borðið 14. jan - Brottvísun barns, leigjendur, stjórnarskráin, kennaranámið og veikindadagar

Episode Summary

Þriðjudagur 14. janúar Brottvísun barns, leigjendur, stjórnarskráin, kennaranámið og veikindadagar Lítil stúlka og fjölskylda hennar standa nú frammi fyrir brottvísun til Venesúela eftir tvo daga þrátt fyrir að stúlkan sem er þriggja ára þurfi á flókinni læknisaðgerð að halda sem framkvæma á hér á landi í febrúar. Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, spjallar við Maríu Lilju um málefni flóttafólks. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtaka Íslands tekur stöðuna í málefnum leigjenda við stjórnarskipti og ræðir um sérlega ósanngjarna skattheimtu sem á sér enga líka. Þór Martinsson, sagnfræðingur og verkefnisstjóri ráðstefnu um stjórnarskrána segir okkur frá dagskrá ráðstefnunnar sem haldin verður um helgina og af hverju mikilvægt er að ræða stjórnarskrána í þessu samhengi núna. Jón Pétur Zimsen, skólamaður og þingmaður, vill stytta kennaranám úr fimm árum í þrjú. Hann telur unnt að bæta gæði kennara og greiða þeim hærri laun fyrir skemmri námstíma.Veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar er 8,7% að meðaltali hvern einasta vinnudag ársins á sama tíma og veikindahlutfall er 2,5 prósent á mannauðs- og umhverfissviði borgarinnar. Fyrrum þingmaður og borgarfulltrúi, Vigdís Hauksdóttir, vill rannsókn.