Rauða borðið

Rauða borðið 19. nóv - Trump, Gaza, stöðnun, kjólar og spegill þjóðar

Episode Summary

Miðvikudagur 19. nóvember Trump, Gaza, stöðnun, kjólar og spegill þjóðar Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur koma í Trumptímann hjá Gunnari Smára og ræða áhrif Epsteins-skjalanna á Trump, stuðning MAGA-hreyfingarinnar við hann og hvernig staða efnahagslífsins er að grafa undan honum. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur ræðir við Gunnar Smára um samþykkt öryggisráðsins varðandi Gaza, hvaða vit er í þeirri samþykkt og hvort það sé líklegt að hún leiði til friðar og uppbyggingar á Gaza. Sigurður Hannesson, formaður Samtaka iðnaðarins, ræðir í samtali við Björn Þorláksson þær breytingar sem hillir undir í innlendri framleiðslu og íslensku hagkerfi. Vextir og ESB verða til umræðu auk fleiri þátta. Gunnhildur Sveinsdóttir, sálfræðingur og aðgerðarsinni hefur í félagi við aðra hafið söfnun fínna, notaðra jólakjóla auk annarskonar sparifatnaðar í þeim tilgangi að selja hann áfram fyrir jólin og ágóðinn allur gefinn óskiptur til þurfandi fjölskyldna á Gaza. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari starfaði áratugum saman sem blaðaljósmyndari og kann fréttasögu Íslendinga betur en flestir. Sigmundur Ernir Rúnarsson, blaðamaður og skáld, nú þingmaður, og Gunnar hafa splæst kröftum sínum saman í bók sem kallast Spegill þjóðar. Björn Þorláks ræðir við þá félaga um blaðamennskuna og breytingar á henni.