Þriðjudagur 21. október Jarðir, heimsmál, Gaza, framboð og poppmúsík Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill takmarka möguleika erlendra aðila til að kaupa landsvæði á Íslandi. Hún ræðir málið í samtali við Björn Þorláks, sem og íslenskuna, börnin okkar og fleiri auðlindir. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer í samtali við Gunnar Smára yfir öryggismál Evrópu eftir afdrifaríkt símtal þeirra Trump og Pútín og hver staða Evrópu er í aðdraganda fundar þeirra í Búdapest. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland Palestína flytur Maríu Lilju fréttir af Gaza og setja þau ástandið meðal annars í samhengi við pólitíkina á Vesturlöndum. Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri býður sig fram til formanns Leikfélags Reykjavíkur. Hann segir Gunnari Smára hvers vegna. Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari hefur unnið meira en þrjá áratugi í sömu tónlistarbúðinni. Hann deilir kunnáttu sinni í samtali við Björn Þorláks og ræður söguna, hvernig venjur breytast í bransanum og kynjabyltinguna.