Rauða borðið 22. sept. Húsnæðiskrísa, ungmennadrykkja, deilur í vinstrinu og fiðluæði Þingeyinga Kristín Heba Gísladóttir hjá Vörðu segir suma hópa í samfélaginu eiga afar erfitt með að koma sér upp öruggu þaki yfir fjölskyldur. Horfur ungs fólks til að eignast húsnæði virðast velta mjög á efnahag foreldra að óbreyttu. Björn Þorláksson ræðir við Kristínu Hebu. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur í London fer yfir deilur innan nýja vinstri flokksins í Bretlandi. Hvað gengur þingmönnum til sem vilja lækka áfengiskaupaaldur niður í 18 ár hér á landi? Er óöld í uppsiglingu? Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi ræðir við Björn Þorláks og reynir að svara áleitnum spurningum. Algjör sérstaða var meðal Þingeyinga til forna er kom að fiðlueign og fiðluspili. Tónlistin skipaði svo veigamikinn sess að fá dæmi eru um annað eins í dreifðum byggðum landsins. Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, ræðir málin við Björn Þorláks.