Rauða borðið

Rauða borðið 28. jan - Ríkið, kosningar í Þýskalandi, Dylan, Harpa og veiðar á fyrri tímum

Episode Summary

Þriðjudagur 28. janúar Ríkið, kosningar í Þýskalandi, Dylan, Harpa og veiðar á fyrri tímum Við ræðum sparnað hjá ríkinu og hlutverk ríkisrekstrar á næstu dögum. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda ríða á vaðið. Ragnar Hjálmarsson stjórnmálafræðingur ræðir áhrif af uppgangi fasismans á kosningar í Þýskalandi. Michael Dean Odin Pollock gítarleikari, Dagur Kári Pétursson leikstjóri, Arnar Eggert Thoroddsen félagsfræðingur, Guðni Tómasson framkvæmdastjóri Sinfóníunnar og Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri ræða um Bob Dylan og myndina um hann, A Complete Unknown. Hljóðverkfræðingurinn Ólafur Hjálmarsson gagnrýnir hljóðið í Eldborgarsalnum í Hörpu. Hann segir að bæta verði úr hljóðvistinni. Már Jónsson prófessor og Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur segja okkur frá veiðum Íslendinga fyrir tíma vélvæðingar.