Miðvikudagur 8. janúar Arfleið Bjarna Benediktssonar Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilsson fá gesti til að ræða arfleið Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði af sér þingmennsku á mánudaginn. Fyrst koma Þórður Gunnarsson hagfræðingur, Marinó G. Njálsson tölvunarfræðingur og Margrét Helga Erlingsdóttir fréttakona og ræða Sjálfstæðisflokkinn undir Bjarna, hvernig flokk tók hann við og hver er flokkurinn í dag. Gunnar Smári ræðir síðan við Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóra Vísbendingar um ríkisfjármálin og efnahagsmálin undir Bjarna. Í lokin fær Sigurjón gesti til að ræða um spillingu á tíma Bjarna; Atli Þór Fanndal upplýsingafulltrúi, Þór Saari fyrrverandi þingmaður, Birgitta Jónsdóttir og Björn Þorláksson blaðamaður meta áhrif Bjarna á siðferði í stjórnmálum.