Rauða borðið

Réttur almennings til uppreisnar

Episode Summary

30. Nóvember 2020 Við Rauða borðið í kvöld verður rætt um rétt almennings til uppreisnar. Hvenær má fólk rísa upp gegn stjórnvöldum og gera allt til að fella þau, neita að beygja sig undir ákvarðanir þings og ríkisstjórnar, óhlýðnast, skemma eigur eða stöðva starfsemi? Til að ræða þetta koma að borðinu Ragnar Aðalsteinsson lögmaður; Jórunn Edda Helgadóttir lögfræðingur sem dæmd var fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir mótmæli vegna brottvísunar hælisleitenda; Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og ein nímenninganna sem ákærðir voru í búsáhaldabyltingunni m.a. fyrir árás á sjálfræði Alþingis; og Ævar Kjartansson útvarpsmaður sem ákærður var fyrir spellvirki sem valdið hefði almannahættu þegar Mýetningar sprengdu stíflu í Laxá.