Rauða borðið

RÚV, forseti, Grindavík og Vestmannaeyjagosið

Episode Summary

Þriðjudagurinn 16. janúar RÚV, forseti, Grindavík og Vestmannaeyjagosið Það hefur verið deilt um fréttaþjónustu Rúv undanfarið og tengist skyldum Ríkisútvarpsins og öryggishlutverki - ekki síst í náttúruhamförum. Björn Þorláks ræðir nú við Boga Ágústsson fréttaþul og fyrrum fréttastjóra Rúv um ýmis álitaefni. Sigríður Hrund Pétursdóttir vill verða forseti og ætlar í framboð. Við spyrjum hvers vegna. Dagmar Valsdóttir rak gistiheimili í Grindavík og vann á leikskólanum. Líf hennar er nú í upplausn eins og samfélagið í Grindavík. Við fáum hana til að segja reynslu sína. Eftir gosið í Vestmannaeyjum voru þeir bræður Gísli og Arnþór Helgasynir með þáttinn Eyjapistill í Ríkisútvarpinu, fjölluðu þar um samfélag á flótta undan náttúruhamförum og límdu að að mörgu leyti saman. Gísli rifjar upp þessa tíð við Rauða borðið.