Að Rauða borðinu í kvöld kemur Stefán Ólafsson prófessor og sérfræðingur Eflingar til að ræða skattastefnu nýfrjálshyggjuáranna og hvaða áhrif hún hafði á lífskjör og samfélagsgerðina. Hann mun síðan ræða við hagfræðinga Ásgeir Brynjar Torfason, Guðrúnu Johnsen og Ólaf Margeirsson um hvernig skattar ættu frekar að vera. Þarf almenningur að borga hærri skatta til að standa undir aukinni velsæld og öryggi eða eru það fyrst og fremst hin auðugu sem þurfa að borga meira?
Stefán Ólafsson prófessor ræðir við Ásgeir Brynjar Torfason, Guðrúnu Johnsen og Ólaf Margeirsson um hvernig skattar ættu að vera