Við Rauða borðið í kvöld ræðum við áfram sálir og samfélag á stríðstímum, ótta og ugg, eðli hins illa, vini og óvini, afmennskun og hrylling stríðs, samhug, samkennd og samstöðu, styrk og veikleika samfélags frammi fyrir erfiðleikum.
Við Rauða borðið í kvöld ræðum við áfram sálir og samfélag á stríðstímum, ótta og ugg, eðli hins illa, vini og óvini, afmennskun og hrylling stríðs, samhug, samkennd og samstöðu, styrk og veikleika samfélags frammi fyrir erfiðleikum. Til að ræða þessi hvörf tímans koma að Rauð’a borðinu þau Sigríður Guðmarsdóttir guðfræðingur, Guðmundur Ævar Oddsson félagsfræðingur, Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Berglind Rós Magnúsdóttir mennta- og uppeldisfræðingur og Auður Jónsdóttir rithöfundur.
Alþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!