Sunnudagurinn 12. janúar: Synir Egils: Verkefni ríkisstjórnar, kjör, vextir og Sjálfstæðisflokkurinn Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Jovana Pavlović mannfræðingur, Ragnar Þór Ingólfsson þingmaður og Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og ræða vettvang dagsins og stöðu samfélagsins. Þeir bræður taka stöðuna á pólitíkinni. Þorvaldur Logason félagsfræðingur, Jón Kristinn Snæhólm stjórnmálafræðingur og Vilhjálmur Egilsson fyrrum þingmaður ræða síðan stöðu Sjálfstæðisflokksins, hvað sá flokkur hefur verið, er og getur orðið.