Sunnudagurinn 14. desember Synir Egils: Samgöngur, fæðingarorlof, EES, Trump, Evrópa og þingið Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Andrea Sigurðardóttir blaðamaður á Mogganum, Benedikt Erlingsson leikstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræða fréttir vikunnar og ástand samfélagsins. Við förum síðan yfir stöðuna á Alþingi á aðventunni. Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar, Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingar ræða góðu málin sem verða samþykkt, málin sem ætti ekki að samþykkja og mikilvægu málin sem ekki verða afgreidd. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi í síðasta þættinum fyrir hátíðirnar.