Rauða borðið

Synir Egils: Stríð, friður, vextir, verðbólga og húsnæðiskreppa

Episode Summary

Sunnudagurinn 24. ágúst Synir Egils: Stríð, friður, vextir, verðbólga og húsnæðiskreppa Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þau Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingmaður og ræða fréttir vikunnar og stöðu mála hér heima og erlendis. Síðan koma þeir Ragnar Þór Ingólfsson formaður fjárlaganefndar og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna og ræða húsnæðismál, vexti og verðbólgu, og hvernig þetta grefur undan lífskjörum almennings, einkum þeirra hópa sem síst mega við skerðingu kjara. Í lokin fara þeir bræður yfir stöðuna í pólitíkinni.