Að Rauða borðinu í kvöld kemur Kristinn Már Ársælsson doktorsnemi í félagsfræði og ræðir stöðu lýðræðisins í framhaldi af samtalinu við Sigurð Kristinsson í gær. Við erum sem sé í syrpu samtala um hin vondu stjórnmál: Hvers vegna ber fólk svona litla virðingu fyrir stjórnmálafólki og Alþingi? Eru stjórnmálin svona vond; stjórnmálamenningin, umræðuhefðin, vinnubrögðin eða er grunnur skakkur?
Kristinn Már Ársælsson doktorsnemi í félagsfræði ræðir stöðu lýðræðisins.